200 milljón dollara kvikmynd – Hvað fá þeir sem vinna við slíka kvikmynd í laun?
Birt 08 jún 2016
Tímaritið Vanity Fair birti í gær myndband þar sem farið er yfir kostnaðarliði í dæmigerðri amerískri stórmynd sem kostar 200 milljón dollara. Hefurðu einhverntíman hugsað út í það hvert þessi gífurlegi kostnaður fer og á hversu margar hendur hann skiptist?
Kvikmyndagerð er tímafrekur og kostnaðarsamur iðnaður en hvað hafa t.d klipparar, ljósamenn, leikarar, búningahönnuðir, förðunarfræðingar, framleiðendur og áhættuleikarar í laun í 200 milljón dollara mynd í Hollywood?
Auðvitað er þetta bara dæmi en áhugavert fyrir alla sem hafa áhuga á kvikmyndagerð.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa. Kvennablaðið hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu og áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir.