50 – 60 manns gætu misst vinnuna í Þorlákshöfn vegna kvótasölu
Birt 27 júl 2016
Þorlákshöfn verður nærri kvótalaus útgerðarbær með sölu Hafnarnes VER á 1600 þorskígildistonnum til HB Granda. Salan getur orðið til þess að milli 50-60 manns missi vinnuna í Þorlákshöfn.
Í tilkynningu frá HB-Granda kemur fram að ríflega helmingur aflaheimildanna sé í þorski og félagið sé með þessum kaupum að tryggja afla til vinnslu á Vopnafirði. Þá kemur fram að salan sé liður í að greiða úr skuldastöðu Hafnarnes VER.
Með kaupunum fer aflahlutdeild HB Granda úr um 43.800 þorskígildistonnum í um 45.400 eða úr 10,7% af heildaraflahlutdeild í 11,1%. Söluvirði kvótans er 3.950 milljónir króna.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa. Kvennablaðið hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu og áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir.