Að léttast á heilbrigðan hátt
Þekking
Þekking er máttur. Það er staðreynd að með hollu mataræði ert þú líklegri til að byggja upp traust gagnvart sjálfri þér og um leið getu til að ná markmiðum þínum. Njóttu þess að lifa heilbrigðu lífi með réttum æfingum og hollu mataræði. Lífsstílinn þinn á ekki að vera kvöl og pína.
Hvatning
Skrifaðu niður ástæður fyrir að vilja breyta og bæta.
Skrifaðu hjá þér hversu hvetjandi það er fyrir líkama þinn og sál að huga vel að hreyfingu og hollu mataræði.
Ekki einblína bara á útlitslega þætti.
Hafðu það í huga hversu breyttur lífsstíll mun breyta miklu fyrir andlega líðan þína, bakverkina eða úthaldið.
Að halda matardagbók
Skrifaðu niður hvað þú borðar og drekkur.
Ef þú átt það til að borða í vanlíðan, skrifaðu þá niður hugsanir þínar og hvað þú borðar í kjölfarið. Með því að viðurkenna það sem þú gerir munt þú skilja sjálfa þig betur og um leið eflast til að byrja að skipuleggja breytingar á mataræði þínu og setja þig í fyrsta sæti. Með því hefur þú meiri stjórn á því sem þú gerir.
Markmið
Settu þér markmið og skiptu markmiðunum í undirmarkmið, í því felst hvatning og er vænlegast til árangurs. Mörg smá markmið gera eitt stórt.
Að ná settum markmiðum
Skrifaðu niður markmiðin þín og gerðu aðgerðaráætlun.
Skrifaðu niður hvernig markmiðunum skuli náð og fylgdu áætlun.
Finndu leið eða aðferð til að sigrast á freistingum. T.d. með heimatilbúnu nesti.
Matarvenjur (ávani)
Lærðu að hlusta á líkamann þinn og hafa stjórn á því sem þú borðar. Taktu meðvitaða ákvörðun um að breyta slæmum matarvenjum í góðar með því að stjórna því hvenær þú borðar og í hvaða tilgangi.
Borðaðu til að næra líkama þinn en ekki sál þína.
Um leið og þú finnur rétta farveginn í kringum þína næringu mun það hjálpa þér að ná markmiðum þínum og þú átt auðveldara með að velja og hafna því sem þú lætur inn fyrir varir þínar.
Meðvituð um næringuna þína
Reyndu að taka meðvitaða ákvörðun um það sem þú borðar.
Spurðu sjálfa þig hvort þú viljir virkilega það sem hugurinn girnist. Oft er það aðeins hugsunin um að fá sér að borða sem dregur þig að ísskápnum en löngunin er kannski ekki eins mikil og maður heldur. Ef löngun er mjög mikil veldu þá að fá þér t.d. hálfa kökusneið en ekki heila. Um leið og þú tekur meðvitaða ákvörðun um skammtastærðirnar þá hefur þú stjórn á næringu þinni og vellíðan.
FINNDU ÞINN METNAÐ!
Kær heilsukveðja,
Telma