Ótrúlega falleg mohair-peysa – uppskrift
Í dag birtum við uppskrift af æðislega fallegri mohair-peysu sem Guðrún Hannele Henttinen þýddi og staðfærði.
Guðrún Hannele er textílkennari og menntunarfræðingur og hefur aflað sér þekkingar á kennslufræði textílgreina í háskólum hér á landi, í Finnlandi og í Kanada. Hún hefur kennt textílmennt á ýmsum skólastigum um árabil. En nú um stundir á prjón hug hennar allan enda hefur hún rekið STORKINN, elstu garnverslun landsins, í næstum sjö ár.
Í Storkinum kennir hún á námskeiðum í prjóni, hannar sjálf og þýðir uppskriftir frá erlendum hönnuðum. Af öllu öðru prjóni ólöstuðu þá finnst henni skemmtilegast að prjóna vettlinga. Hún prjónar alltaf þegar færi gefst, enda skapandi og afslappandi, og vandar valið á garni því prjónatíminn er dýrmætur.
Hér er uppskrift að þrílitri peysu sem er æðislega falleg. Peysan er öll prjónuð úr tvöföldu garni, einum þræði af ljósu bouclé garni og einum af tvinnuðu mohair. Þannig fást mismunandi litbrigði. CANARD-Þrílit bouclé peysa