Ian McKellen kennir aðferð við að hræra egg og hún virkar!
Leikarinn Ian Mckellen er í miklu uppáhaldi hjá mér eins og mörgum öðrum en síst átti ég vona á því að hann byggi yfir góðum hús-og heimilisráðum hvað þá að hann deildi slíkum á Facebook.
Ég rakst á þessa færslu frá honum um daginn þar sem hann kennir sína aðferð við að búa til hrærð egg. Ég mátti til með að prófa þessa aðferð og viti menn –eggin heppnuðust fullkomlega og ég mun aldrei hræra egg á annan máta. Þetta mun líka hafa þær afleiðingar að ég mun aldrei borða hrærð egg án þess að hugsa hlýlega til Ian. Takk Ian.
Hér deilir Ian kennslumyndbandi um það hvernig hann býr til hrærð egg á ristuðu brauði:
Ian McKellen’s Scrambled Eggs on Toast„Live from Chateau Marmont in Hollywood,“ I scramble up the best eggs in the world for my Facebook followers, to celebrate the success of my new film „Mr. Holmes“.
Posted by Ian McKellen on Thursday, 23 July 2015