Hollur Happy-Hour og frír smáréttur! – Bestu gleðistundir bæjarins
Það er gaman að hitta góða vini og fá sér kokteil eða vínglas í miðborginni. Síðastliðin ár hefur áfengi hækkað allverulega í verði og algengt verð fyrir léttvínsglas i miðbænum er 1290 krónur. Það er ansi mikið en örvæntið ei! Happy-hour – eða Gleðistund er ákveðin tími sem mörg veitingarhús bjóða drykki á allt að 50% afslætti ! Fyrir þá sem drekka ekki áfengi eða vilja líka rækta heilsuna býður Gló upp á happy-hour á heilnæmum drykkjum! Skál í haustsólinni!
Ítölsk gleðistund!
Veitingarstaðurinn CooCoo‘s Nest út á Granda býður upp á ítalskan happy hour eða apperativo eins og það kallast á frummálinu. Hamingjan virkar þannig að ef þú pantar þér drykk milli 17 og 19 færð þú frían smárétt að vali kokksins úr eldhúsinu með. Smáréttirnir geta verið allt milli himins og jarðar svo sem súrdeigsbrúscetta, súpa, taco eða salat. Maturinn er allur einstaklega ferskur og flottur en staðurinn bakar besta súrdeigsbrauð landsins. Einnig er hægt að velja um happy-hour án smárétta en þá er 200 kr afsláttur af öllum áfengum drykkjum. Við mælum með að þú prufir Apperol Spritz kokteilinn þeirra.
Tími: alla daga nema sunnudag og mánudag (þá er lokað á þessum tíma) milli 17 og 19.
Staðsetning: Grandagarður nr 23.
Hollasta gleðistundin!
Öfugt við hinn hefðbundna bar er Gló Fákafeni með Happy Hour á morgnanna. Á Tonic og Kaffi barnum á Gló geturu valið einn af fjórum vinsælustu drykkjum þeirra, Yfirnáttúrulegan Grænan, Próteinríkan, Bulletproof Kaffi eða Chaga Latte og fengið frítt skot með (engifer eða turmerik) á 890 kr. Helsti munur á Tonid drykk og venjulegum þeyting er að uppistaðan er jurtir, í flestum tilfellum jurtate, seyði, saft eða sveppir. Mikið er notað af lífrænu hráefni, ásamt próteinríku fæði, trefjum og ávöxtum.
Tími: alla virka morgna milli 7:30 og 10.
Staðsetning: Gló, Fákafeni.
Sparitýpan!
Hótel Holt býður upp á fágaða þjónustu og skemmtilega stemmingu. Það er ákaflega „sparilegt“ að setja á sig varalit og skála í góðu víni á Holtinu innan um djúsí leðursófa og tímalaus listaverk. Bjór er á 650 kr og vínglas á 750 kr.
Tími: alla daga milli 16 og 19
Staðsetning: Bergstaðarstræti 37.
Börger og bjór!
Frederiksen alehouse er nýlegur staður á horni Hafnastrætis og Tryggvagötu. Þjónustan er góð og maturinn á sanngjörnu verði. Gott úrval smárétta er á seðlinum svo sem stökkt beikon, grænmetisbakki og hrikalega góðir smáborgarar. Bjórinn er á 500 kr og vínglasið á 550!
Tími: alla daga milli 16 og 19
Staðsetning: Hafnarstræti 5
Mesta bjórúrval landsins!
Bjórgarðurinn er nýr veitingarstaður staðsettur á neðstuhæð Fosshótel Reykjavík, Þórunnartúni. Staðurinn kemur virkilega á óvart. Hann er skemmtilega hannaður, mjög hátt er til lofts og yfir 20 tegundir af bjór á krana. Þeir eru oft með lifandi tónlist og bjóða einnig uppá bjórsmökkun fyrir hópa. Matseðilinn er skemmtilega flippaður og á góðu verði. Ekki skemmir fyrir að í móttöku hótelsins er verslun með íslenska hönnun svo það borgar sig ekki að drekka of mikið og labba svo þar í gegn! Bjórgarðurinn býður upp á 500 kr afslátt af öllum bjór á krana á gleðistund.
Tími: alla daga 16:30 og 19.
Staðsetning: Þórunnartún 1.
Notalegt!
Uno við Ingólfstorg býður upp á gott úrval ítalskra smárétta og hefur innrétta sérstakt setusvæði með kósý stólum og sófum. Þar er gjarnan hlegið hátt og hafa ófáir vinahópa hafa vanið komu sína þangað. Boðið er upp á 50% afslátt af léttvínsglasi eða bjór á gleðistund. Ekki er verra að fá sér stökkar ólívur, risottóbollur, flanini eða bakaðan brie með!
Tími: alla daga milli 17 og 19
Staðsetning: Hafnarstræti 1 -3
Sunnudagsgleðin!
Public house er nýlegur bar og veitingarstaður á Laugavegi sem sérhæfir sig í smáréttum með japönsku tvissti. Public house býður upp á 50% afsláttur af léttvíni og bjór á dælu. Þeir bjóða einnig upp á kampavíns sunnudaga, 50% afsláttur af öllu kampavíni og mímósum allan daginn.
Tími: alla daga 14-18 alla daga
Staðsetning: Laugarvegur 24
Klikkaðir kokteilar!
Apótekið er án efa einn besti kokteilstaður bæjarinns. Kokteilarnir þar eru úthugsaðir og dásamlega kreatífir. Hnausþykkur frosinn láperukokteill í koparmáli er tildæmis algjört lostæti. Hann heitir Black Cherry Bijou og fæst einnig án áfengis. Allir kokteilar, húsvín og bjór á krana er á 50% afslætti á gleðistund Apóteksins.
Tími: alla daga milli 16 og 18.
Staðsetning: Austurstræti 16
Góðverkabarinn!
Loft Hostel er með stórar og skemmtilegar svalir sem gaman er að sitja á í góðu veðri og virða fyrir sér mannlífið í miðbænum. Ef ekki viðrar til útiveru eru kósí sófar á víð og dreif innan í mjög afslöppuðu rými þar sem farfuglar pikka á tölvurnar sínar eða skála í útivistarfötum. Á staðnum eru líka reglulega, skemmtilegir viðburðir svo sem fataskiptimarkaðir, pub quiz, tónleikar og te smökkun! Loft er non-profit organisation sem gefur aftur út í samfélagið og því er í raun góðverk að drekka þar! Bjór er á 600 og vín á 700 kr á gleðistund. Einnig er boðið upp á heilar léttvínsflöskur á 3500 krónur ásamt marineruðum ólívum.
Tími: alla daga frá 16 – 20.
Staðsetning: Bankastræti 7 gengið inn við hlið Cintamani.