Ásgeir Trausti og Unnsteinn vilja endurreisa heilbrigðiskerfið
Tónlistarmennirnir Ásgeir Trausti og Unnsteinn Manuel bætast í hóp þeirra sem styðja kröfuna um endurreisn heilbrigðiskerfisins á Endurreisn.is. Þátttaka landsmanna hefur verið með ólíkindum og ekkert lát virðist vera á en alls hafa þegar þetta er skrifað ríflega 74,000 talsins.
Ásgeir Trausti segir meðal annars:
Eitt skref í áttina að því er að standa saman og krefjast þess að meira verði lagt í heilbrigðiskerfið svo allir sem þurfa á hjálp að halda geti fengið þjónustu sem er allavega jafngóð, eða jafnvel betri, en hjá öðrum Norðurlandaþjóðum.
Unnsteinn Manuel segir:
Ég hef fylgst með heilbrigðiskerfinu undanfarin tuttugu ár vera dregið hægt niðrávið af stjórnmálafólki og markaðshyggjufólki. Við skulum ekki leyfa þessu fólki að skemma þetta kerfi.
Hér má sjá skilaboð Ásgeirs Trausta og Unnsteins Manuel:
Ásgeir Trausti – tónlistarmaður segir:„Við þurfum öll á góðu heilbrigðiskerfi að halda og það er hægt að gera það mun…
Posted by Endurreisum heilbrigðiskerfið on Sunday, 14 February 2016
Unnsteinn Manuel Stefánsson segir:Aðalástæðan fyrir því að ég er Íslendingur er heilbrigðiskerfið. Ef það væri ekki…
Posted by Endurreisum heilbrigðiskerfið on Saturday, 13 February 2016