Viltu verða rík(ur) á Íslandi?
Þrjár pottþéttar aðferðir til að verða ríkur á Íslandi – „The good, bad and the ugly“:
The Good – Sá vinnusami
Opnaðu vinsælan hamborgarastað. Steiktu milljón hamborgara. Strjúktu svitann af enninu á steikarsvuntunni. Kauptu nýjan Benz. Kíktu á rúntinn.
The Bad – Sá útsjónarsami
Fáðu þér bjórumboð í landi með bjórbanni. Bíddu svo rólegur þar til banninu er aflétt. Þá sendir þú ÁTVR númerið á bankareikningnum þínum. Setur fæturna upp á skrifborð og kveikir í vindli. Púar framan í þá sem gerðu grín að þér þegar þú fékkst umboðin. Kauptu nýjann Cadillac. Settu upp sólgleraugu og sjálfskiptinguna í Drive.
The Ugly – Sá heppni
Hafðu samband við gamlan vinnufélaga eða skólabróður sem er í forstöðu fyrir opinbert fjármálafyrirtæki. Lokkaðu hann á leynifund. Kauptu hjá honum hlut í fjármálafyrirtæki (sem þú vinnur sjálfur hjá) fyrir slikk. Láttu kaupin fara fram fyrir luktum dyrum, svo Pétur og Páll skemmi ekki dílinn.
Aðalatriðið í þessari formúlu er heppni. Þú mátt ekki byggja kaupin á innherjaupplýsingum. Það er ólöglegt. Þú mátt ekki hafa hugmynd um hvað þú ert að kaupa. Þótt þú hafir unnið hjá umræddu fyrirtæki í áratug.
Bíddu nú bara rólegur í nokkra mánuði. Þá kemur sér íslenskur Öskubusku-heppnis* eða hókuspókusfaktor inn í myndina.
Fyrirtækið er orðið hundrað sinnum meira virði en kaupverðið gaf til kynna! Þú ert þúsund milljónum ríkari!
Nú greiðir þú þér og félögum þínum 300 milljónir í arð og borgar fyrstu afborgunina. Pís of keik!
Nú þarftu bara að taka við viðskiptaverðlaunum ársins og Panta Rollsinn!
Ullaðu svo bara á öfundsjúka tuðara.
Innherja hvað?
* Heppnisformúlan er alþjóðleg ( Ísland, Rússland, Afríka)
* Íslensk heppni marg Borgar sig.