Mjólkursamsalan telur sig ósnertanlega – neytendur fokreiðir
Mjólkursamsalan hefur enn einu sinni orðið uppvís að einokunartilburðum og yfirgangi sem bitnað hefur á neytendum og samkeppnisaðilum. Í síðustu viku kynnti Samkeppniseftirlitið álit vegna brota Mjólkusamsölunnar á samkeppnislögum og sektaði fyrirtækið um tæpan hálfan milljarð.
Brot Mjólkursamsölunnar eru ítrekuð og alvarleg misnotkun á markaðsráðandi stöðu en fyrirtækið seldi ógerilsneydda mjólk (hrámjólk) til samkeppnisaðilanna Mjólku og Kú á mun hærra verði en til MS og tengdra aðilar, þá sérstaklega til Kaupfélags Skagfirðinga, sem fékk hráefnið á mun lægra verði.
Ari Edwald, forstjóri MS, sóaði engum tíma í að afhjúpa sjálfan sig sem heldur taktlausan hrokagikk og lýsti samdægurs yfir við Fréttastofu RÚV að neytendur yrðu látnir borga brúsann.
Fulltrúar einokunarskrímslisins létu ekki þar við sitja og daginn eftir sagði Egill Sigurðsson, stjórnarformaður Mjólkursamsölunnar, að hækka yrði vöruverð um tvö prósent til að mæta sektinni.
Vestfirska fréttablaðið Bæjarins besta greindi frá því á mánudag að mjólkurvinnslan Arna á Bolungarvík fyndi fyrir gríðarlegri söluaukningu í kjölfar málsins. „Við finnum fyrir mikilli aukningu í sölu á okkar vörum, það er greinilegt að neytendur eru ekki sáttir við Mjólkursamsöluna,“ sagði Hálfdán Óskarsson framkvæmdastjóri mjólkurvinnslunnar, við Bæjarins besta. Síðast þegar MS var sektað fyrir brot á samkepnislögum jókst salan hjá Örnu umtalsvert.
„Vörur Örnu eru seldar víða um land og eftir að úrskurðinn birtist hafa neytendur sýnt óánægju sína með MS með því að sniðganga vörur þeirra og hafa margir bent á vörur Örnu sem valkost. Það hefur haft þau áhrif að vörur Örnu hverfa hratt úr hillum verslana þessa dagana og margir hafa gripið í tómt,“ segir í frétt Bæjarins bestu. „Við höfum þurft að spýta í lófana hér undanfarna daga. Við ráðum kannski ekki við að sjá öllum landsmönnum fyrir mjólkurvörum en getum bætt töluvert við framleiðsluna,“ hefur blaðið eftir Hálfdáni.
Í kjölfar sektarinnar og hrokafullra viðbragða MS hafa neytendur sýnt óánægju sína í verki með sniðgöngu. Umtalsverður fjöldi fólks lætur það ekki nægja – heldur póstar myndum af MS-lausum innkaupakörfum. Á Facebook hafa myndast hópar fólks sem aðstoða aðra neytendur við leit að vörum sem komið geta í staðinn fyrir framleiðslu MS. Hjá Kvennablaðinu hafa eldri greinar um Mjólkursamsöluna farið á flug. Þar á meðal þessi skrif um hvernig má sniðganga vörur fyrirtækisins.
Kvennablaðið safnaði saman nokkrum ummælum óánægðra neytenda sem fallið hafa undanfarna daga. Á þeim má augljóslega sjá að viðbrögðin sem forsvarsmenn MS sýna í kjölfar þess að verða uppvísir af stórfelldu svindli á neytendum ýta undir reiði og pirring gagnvart fyrirtækinu.
Píratar fagna kjörbúðalýðræðinu
Sara Óskarsson, Pírati og þáttastjórnandi Strandhöggs á ÍNN, fagnar aukinni eftirspurn á vörum frá Örnu með pósti á Pírataspjallinu. Rúmlega hundrað manns ‘læka’ færsluna.
„Tíu ár síðan ég hætti á mjólkinni“
Vestfirski listamaðurinn Elfar Logi segir á Facebook að tíu ár séu síðan hann hætti í mjólkinni „en þó fer alltaf líter og líter, svo rjóminn hann hefur ekkert verið skorinn við trog á þessum heimili.“ Hann segist að sjálfsögðu versla í heimabyggð.
Hrokinn í Ara Edwald hefur endurvakið löngun Íslendinga til að búa til sitt eigið smjör
Hrólfur Cela setur inn mynd af sinni smjörgerð.
Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttatímans, skýrir smjörgerð fyrir vinum á Facebook.
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ritstjóri Kvennablaðsins, lét stutta færslu ekki nægja. Steinunn tók sig til og bjó til smjör, myndaði og skýrði fyrir lesendum.
Vilborg Nordal hvetur fólk til að kynna sér vörur sem ekki eru frá MS.
MS ei meir
Þorsteinn Júlían Dagsson ætlar ekki að versla hjá MS framar.
Sigurlaug Halldórsdóttir skrifar frá Bolungarvík, sver þess eið að versla ekki lengur við „Framsóknarfjósið MS“
Hæfileikar Ara Edwald sem varðhundur einokunar fara verr í suma en aðra.
Þessi er hætt að versla við MS.
Fréttamaðurinn Ingimar Karl Helgason segir lítið mál að sniðganga MS.
Svana Gunnarsdóttir minnir á vörurnar frá Örnu.
Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, ætlar að sleppa því að versla framar við MS.
Þorvaldur Gylfason hagfæðingur vill að stjórnendur MS á þeim tíma sem lög voru brotin verði sektaðir.
Doninique Pledel Jónsson, formaður Slow Food á Íslandi, segir Ara Edwald óforskammaðan.
Leggjum okkur fram við að sniðganga MS segir Viðar Ingvarsson.
Fínasta viðskiptahugmynd fyrir metnaðarfulla matvöruverslun „Ekki MS“ deildin er ört vaxandi þessa dagana.
Já þetta er ljóta ruglið…
Auðmýkt og loforð um betrumbót stóð Ara og Agli til boða – en eins og svo oft áður var hroki og yfirlæti fyrir valinu. Hvað ætli það muni að lokum kosta Mjólkursamsöluna?