Hernaðarbandalag gegn ISIS myrti 85 óbreytta sýrlenska borgara í gær
85 óbreyttir borgarar þar á meðal börn voru myrt á þriðjudag eftir að hernaðarbandalag tæplega tuttugu þjóðríkja auk uppreisnarhópa undir handleiðslu Bandaríkjanna lét sprengjum rigna yfir Tokhar-þorp, N-Sýrlandi þar sem fólkið hafðist við. Árásarherinn taldi að hér væri um að ræða hóp ISIS árásamanna.
Myndefni frá Tokhar sýnir blóðbaðið og í því er að finna börn, þau yngstu aðeins þriggja ára sem liggja í valnum undir rústum loftárásanna.
VIDEO: Coalition airstrike on #ISIS positions in Manbij, July 5th 2016 – @trbrtc
Location: https://t.co/NYnfxjr3fbpic.twitter.com/flFs6dkMGv
— Conflict News (@Conflicts) July 18, 2016
Mannréttindasamtökin Syrian Observatory sögðu í fréttatilkynningu í gær að svo virðist sem mannleg mistök hafi orðið til þess meðlimir átta fjölskyldna sem voru á flótta undan stríðsátökum voru drepnar.
Flugvélarnar sem nýttar voru í loftárásina eru sagðar hafa tekið á loft frá Icirlik flugherstöðinni í Tyrklandi. Séu þær heimildir réttar eru þetta fyrstu aðgerðir hernaðarbandalagsins gegn ISIS sem stýrt er frá stöðinni í Tyrklandi eftir að valdaránstilraun hersins átti sér stað í síðustu viku.
Hernaðarbandalagið gegn ISIS var myndað í september árið 2014 eftir að löggjafaþing nokkurra þjóða samþykkti loftárásir á svæði undir stjórn ISIS. Bandalagið er undir handleiðslu Bandaríkjanna en auk þeirra er Ástralía, Bahrain, Holland, Danmörk, Belgía, Frakkland, Þýskaland, Jórdan, Marakkó, Quatar, Saudi Arabía, Tyrkland, Hin sameinuðu Arabískur furstadæmi, Bretland og Kanada. Þá er Kúrdíski hluti Íraks, Her sýrlenskra lýðræðissinna, Sýrlenski frelsisherinn auk fleiri uppreisnarhópa.