Landsamband Sjálfstæðiskvenna: „Konum hafnað“
Yfirlýsing frá Landsambandi Sjálfstæðiskvenna:
„Framkvæmdastjórn Landsambands sjálfstæðiskvenna harmar niðurstöðu prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Sú staðreynd að fjórir karlar skipi efstu fjögur sæti listans er að mati framkvæmdastjórnar LS óviðunandi og endurspeglar á engan hátt þá breidd sem Sjálfstæðisflokkurinn býr yfir.
Til að tefla fram sigurstranglegum lista verður kynjahlutfall að vera jafnara en nú er. Konum hefur með þessari niðurstöðu verið hafnað í Suðvesturkjördæmi. Það er ekki einungis slæmt fyrir konur, heldur fyrir flokkinn allan og kemur til með koma niður á fylgi flokksins í komandi kosningum.
Prófkjörsreglur Sjálfstæðisflokksins eru skýrar. Þar er kveðið á um að kosning er ekki bindandi nema kjörsókn sé 50%. Svo er alls ekki nú.
Framkvæmdastjórnin skorar á forystu flokksins, Bjarni Benediktsson, Ólöf Nordal og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, að beita sér fyrir breytingu á listanum áður en hann verður samþykkur, um leið og við fögnum fyrstu viðbrögðum formanns flokksins við niðurstöðunni sem gefa fyrirheit um að forystan muni bregðast við.
Þá skorar Landsamband Sjálfstæðiskvenna einnig á kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi að samþykkja listann ekki óbreyttan.“
Niðurstöður í kjördæminu voru:
1. Páll Magnússon
2. Ásmundur Friðriksson
3. Vilhjálmur Árnason
4. Ragnheiður Elín Árnadóttir
5. Unnur Brá Konráðsdóttir