Ljúffengur linsubaunaréttur bourguignon
Sólgæti og Biona kynna:

Puy linsur eru fullkominn kostur fyrir grænkera sem og sælkera
Það er fátt betra á dimmum haustkvöldum en að ylja sér við ljúffenga kássu. Ekki er verra að kássan sé bæði einföld og henti bæði grænmetisætum og grænkerum.* Uppistaða réttarins eru linsubaunir frá Sólgæti og tómatvörur frá Biona. Sólgæti býður upp á lífrænar og náttúrlegar vörur sem eru vandlega valdar með 100% rekjanleika. Linsubaunir eru bæði næringar- og prótínríkar og ódýr valkostur miðað við til dæmis kjöt.
Maður verður þægilega mettur af þeim og þær veita réttinum fyllingu . Niðursoðnu tómatarnir frá Biona eru lífrænir og ljúffengir. Biona framleiðir hágæða lífrænar vörur með áherslu á 100% rekjanleika, góða viðskiptahætti og frábært bragð. Niðursoðnir tómatar eru fullir af næringarefnum og það sem meira er þá á líkaminn auðveldara með nýta efnið „lycopene“ úr dósatómötum heldur en ferskum. Það er gott að vita til þess að það sé hægt að grípa til dósanna yfir háveturinn þegar minna er um ferskar uppskerur af tómötum.
Uppskrift:
1 dl puy linsur – Sólgæti
1 dl grænar linsur – Sólgæti
2 laukar
3 gulrætur
300 gr sellerírót
3 hvítlauksrif
1 msk timjan
1⁄2 msk rósmarín
4 lárviðarlauf
1 tsk grófmulinn pipar
2 dl rauðvín
3 tsk salt – Maldon
3 msk tómatpúrra – lífræn frá Biona
1 dós Biona tómatar í bitum
1 dós Biona kirsuberjatómatar
Aðferð:
- Sjóðið linsubaunirnar í um það bil 40-50 mínútur
- Saxið laukinn og hvítlaukinn og steikið upp úr smá olíu (má vera kókosolía).
- Skerið sellerírótina og gulræturnar í litla bita og bætið út í.
- Bætið við timjan, rósmarín, tómatpúrrunni, rauðvíninu og báðum dósunum af tómötunum frá Biona ásamt lárviðarlaufunum og salti. Látið krauma í 30-40 mínútur með lokið á, þar til grænmetið er orðið mjúkt.
- Gott að bera fram með til dæmis grófu brauði og sætkartöflumús.
*Athuga að venjuleg rauðvín henta ekki grænmetisætum né grænkerum en hægt er að skipta því út fyrir grænmetiskraft eða finna „vegan friendly vín“.