uppgjör?
Ljóð eftir skáldkonu sem kýs að kalla sig Kolbrún
uppgjör?
ég rakst á hann frænda minn,
hann er orðinn kall fyrir löngu,
ansi þykkur
sagðist vera í leið í kæfisvefnsrannsókn
Elsku frænka mín,
hrópaði hann
Gaman að sjá þig
og þú bara alltaf að vinna ha
Ég sagði: ég þarf að tala við þig
Jájá nema hvað. Elsku frænka mín.
Einslega sagði ég.
sonurinn, barnabarnið eða hvað veit ég
– ungi maðurinn sá dró sig í hlé
Úti í horni
fann rödd mína breytast
í þessa rödd þegar við notum
þegar við boðum dauða
alvarleg veikindi
áföll
Ég verð að tala við þig um það sem þú gerðir við mig þegar við vorum krakkar
Ha – sagði frændi minn
feitlaginn,
greinilega ekki með á nótunum
kannske kominn með svona smá vitræna skerðingu
Svo ég stafaði:
ég var ellefu
þú varst sautján
þú káfaðir á mér
ha já elsku frænka, ég lenti í þessu tíu ára
þær voru tvær
Ég: og hvernig fannst þér það
Hann: gott auðvitað, hvað annað
Ég (gefst ekki upp, en andskoti ætlar þetta að verða þungur róður):
heyrðu veistu, mér fannst þetta slæmt
mér leið illa með það
mér líður fjandinn hafi það
illa
með það
þann dag í dag
Hann byrjar aftur að rövla um þessar tvær…
finnst greinilega gaman að rifja upp þessa
„árás að kynfrelsi hans“
Hvern djöfulann er ég að streða þetta?
– Frændi minn, ég var ellefu, þú varst sautján og þú káfaðir á mér
– Ha, káfaði ég á þér? Ég man bara ekkert eftir þessu. Heyrðu, ég var bara sextán þá
(það man hann þó, merkilegt nokk)
– Veistu frænka mín, þær voru tvær, ég lenti líka í þessu
byrjar hann enn
(Frændi ég var bara að hugsa um að segja þér að þetta var ekki góð reynsla fyrir mig
Að hún hefur oft leitað á mig.
Að ég fékk þá hugmynd, ellefu ára, að ég væri ekki í lagi
vegna þess að fingur þínir þeir gældu og nudduðu –
vegna þess að mér fannst það gott
Vegna þess að árum saman styrkti þessi tilfinning mig til að halda að:
ALLIR mættu fara fram HVERJUM DJÖFLINUM sem þeim sýndist við mig
Þessa syndugu telpu
Ellefu ára
og svona slæma)
En auðvitað sagði ég ekkert af þessu
Ekki frekar en þá
(lá kyrr og þóttist vera að lesa í bók
lést ekki vita hvað væri að gerast
vissi
að þetta var rangt
svo rangt)
Þetta er allt öðru vísi fyrir stelpur, frænka mín
Segir þú
Ég segi: þetta var slæmt fyrir mig
Þú gerðir mér slæmt
skilningslaus svipur
Hvað finnst þér um að hafa gert mér illt?
Ó, leiðinlegt elsku frænka
Er eitthvað sem þú vilt segja við mig út af því?
Ó fyrigefðu elsku frænka
og við föðmumst
frændi minn og ég
Af hverju í heita helvíti finnst mér þá að ég hafi aftur verið svívirt með þessu faðmlagi?
hví finnst mér eins og hann gangi nú burt og hugsi:
vá, þessu var ég búin að gleyma
djöfulli var gott að grafa fingurna
í píkunni á henni
henni fannst það ekkert slæmt
skyldi hún vera svona enn
Æ, maður er svosem ekki orðinn til mikils
Með kæfisvefninn og allt
En hver veit, kannske yrði allt öðruvísi
ef ég fengi aftur
að komast í píkuna á henni
og nú er ég meira að segja búin að biðja hana fyrirgefningar
sterk staða
Þetta faðmlag
hví veitti ég það
hvi bar ég ekki frekar rýting
innanklæða
stakk
stakk
stakk
juðaði
sneri
þar til helvítis heimskusvipurinn
máðist burt
þar til öllum faðmlögum lauk
ég geng í burt
hnarreist
með píkuna mína
þurra
harðlokaða
Des. 2014