Debbie Reynolds látin 84 ára að aldri
Leikkonan, söngkonan, viðskiptajöfurinn og góðgerðartröllið Debbie Reynolds er látin 84 ára að aldri. Hún lést í Los Angeles aðeins sólarhring eftir að dóttir hennar Carrie Fisher, sem frægust er fyrir hlutverk sitt sem Leia prinsessa í Star Wars myndunum, lést.
Debbie Reynolds var kannski frægust fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Singin’ in the Rain.
Debbie lék einnig á sviði og hér má sjá dóttur hennar Carrie Fisher sex ára gamla sitja úti í væng og horfa á móður sína á sviðinu á Riviera hótelinu í Las Vegas árið 1963.
Debbie áttir fjölbreyttan feril sem leikkona og söngkona en hún var líka öflug í viðskiptum og góðgerðarstörfum. Hún var einnig mjög fróð um kvikmyndasöguna. Hún var stjarna í sjónvarpi í þáttum sem báru nafn hennar, The Debbie Reynolds show og hlaut hún Golden Globe verðlaunin fyrir.
Debbie er sögð hafa látist af völdum heilablæðingar en hafði tjáð vinum að hún saknaði Carrie mikið og að hún vildi vera hjá dóttur sinni.