Landið er listaverk – Jón Gústafsson sýnir okkur landið eins og við höfum fæst séð það áður
Birt 27 maí 2017
Listir & menning
Ljósmyndasýningin LANDIÐ ER LISTAVERK, landslagsmyndir eftir Jón Gústafsson opnar í Anarkíu Listhúsi, Hamraborg 3, laugardaginn 27. maí kl. 15:00. Myndirnar eru teknar úr þyrlum og sýna abstrakt form í Íslenskri náttúru. Einnig kemur út í dag ljósmyndabók með sama nafni.
Myndir Jóns sýna íslenskt landslag á einstakan hátt og yfirborð landsins birtist okkur í margvíslegum áferðum og litbrigðum. Myndirnar á sýningunni eru allar af vatni í íslenskri náttúru og munstrum sem aðeins sjást úr lofti.
Jón Gústafsson útskrifaðist frá California Institute of the Arts og hefur starfað sem leikstjóri um árabil, þetta er hans fyrsta ljósmyndasýning en sýningin stendur til 18. júní.