Nærri helmingi færri látist í hryðjuverkum en í fyrra
Tölfræðin styðjur ekki þá skynun eða fullyrðingu að hryðjuverkum í nágrannaríkjum Íslands sé að fjölga. Þver á móti, því ef borin eru saman sambærileg tímabil; fyrri helming síðasta árs og tæpa sex mánuði sem liðnir eru af þessu ári, kemur í ljós að nærri tvöfallt meiri mannskaði varð í hryðjuverkaárásum í Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku í fyrra.
Frá janúar til loka júní 2016 voru 10 hryðjuverk framin og létust í þeim 84. Það sem af er þessu ári hafa verið framin 9 hryðjuverk og hafa 46 dáið.
Þetta má lesa úr skýrslu sem nýlega kom út frá ICCT (International Centre for Counter-Terrorism) sem er sjálfstæð rannsóknarstofnun með aðsetur í Haag.
Af þessum 10 hryðjuverkum á tímabilinu í fyrra voru 6 án mannfalls, tveir voru drepnir í einni árás og einn maður í annari. Tveir atburðir skera sig úr: Annars vegar sprenging í neðjanjarðarlestarkerfinu í Brussel 22. mars í fyrra en þar létust 32. Hitt mannskæða hryðjuverkið var árás á næturklúbb í Orlando í Florida þar sem 49 létust.
Í 9 hryðjuverkum frá byrjun þessa árs voru tvenn án mannskaða og í tveimur árásum lést einn maður. Fjórir létust eftir ákeyrslu með bíl og hnífaárás í Westminster. Í tvemur árásum létust fimm; annars vegar í skotárás á flugvelli í Fort Lauderdaile flugvelli og hins vegar með ákeyrslu flutningabíls í Stokkhólmi í apríl. Átta létust svo í árásini á og við Lundúnabrú 6. júní s.l.
Mannskæðasta hryðjuverkið það sem af er þesu ári var sprengingin á Manchester Arena en þar létust 22.
Ef litið er til allra hryðjuverka sem framin voru á síðasta ári, samkvæmt lista ICCT voru þau samtals 23 en langflest án þess að bani hlytist af. Fjögur mannskæð hryðjuverk voru framin á árinu; sprengingarnar í Brussel í mars, skotárásin í næturklúbbi í Florida í júní, Bastilludagsárásin í Nice í júlí og jólamarkaðsárásin í Berlín í desember. Samtals létust 179 í þessum fjórum árásum en í heild urðu 183 fórnarlömb hryðjuverka í Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku á síðasta ári.