Sjálfstæðismaðurinn
Sjálfstæðismaður og manneskja úti í bæ tóku tal saman: Jæja, þetta er nú alveg ágætt land sem við búum í, engu að síður er ýmislegt sem má laga. Finnst þér það ekki?
Sjálfstæðismaður: „HÉR ER GÓÐÆRI. ÞETTA ER FRÁBÆRT LAND, ÞAÐ ERU ENGIN VANDAMÁL.“
Þrátt fyrir það, þá hafa aldrei jafn mörg börn verið undir fátækra mörkum, 6.100 barn líður skort hér á landi þrátt fyrir það, hundruð við sárafátækt. Þannig að? …
Sjálfstæðismaður: „ÞAÐ ER EKKERT AÐ MARKA, ÞETTA ER BESTA LAND Í HEIMI.“
Jú, það er að marka, ertu ekki búinn að sjá þessar alþjóðlegu kannanir sem sýna fram á þetta?
Sjálfstæðismaðurinn: „GÓÐÆRI, OG ÞETTA ÚTLENSKA LIÐ ER ALLT GOTT, EN HVER LÆTUR ÞAU HAFA GÖGNIN, HA, PÍRATAR? ÞAÐ GETUR EKKI ANNAÐ VERIÐ.“
Þetta eru alþjóðlegar stofnanir og ég er viss um að? …
Sjálfstæðismaður: „VISS, PISS, ÞAÐ ER MINNST FÁTÆKT Í HEIMI HÉRNA OG MESTA RÉTTLÆTI Í ÖLLU OG ENGIN SPILLING.“
Bíddu nú við, þessar alþjóðlegu rannsóknir sýna að 6.100 börn líði skort, hér er vissulega vandamál með spillingu og…
Sjálfstæðismaður: „HLUSTA EKKI Á ÞETTA, ÉG MEINA , HÉR ER GÓÐÆRI!“
Þú ert búinn að segja það, rannsóknirnar sýna að mörg börn lifa í fátækt hér á landi, þrátt fyrir góðærið, hér er það svo, þrátt fyrir góðærið, að sumt fólk hefur ekki efni á því að fá krabbamein, eða deyja, hvað þá húsnæði eða annað?…
Sjálfstæðismaður: „ÉG HLUSTA EKKI Á ÞETTA, ÞETTA ER FRÁBÆRT ÞJÓÐFÉLAG OG ÞÚ ERT VINSTRIMAÐUR.“
Heyrðu, þessar alþjóðlegu rannsóknir sýna ekki allar að það sé allt í lagi hérna, laun stjórnmálamanna hækka og hækka umfram aðrar stéttir, þeir vilja ekkert ræða það. Stjórnmálamenn skipa pólitíska samherja í dómsvaldið, ríkissjóðurinn er vissulega með afgang, frábært, en afganginn má ekki nota til að hjálpa fólkitil þess að fá lækningu og enn líða börn skort.
það er ójöfnuður í samfélaginu, þrátt fyrir að þín börn líða ekki skort, þínar meiningar eru að hér sé allt frábært og þú tekur ekkert mark á þessu, ókei, finnst þér þetta vera málefnalegt hjá þér?
Sjálfstæðismaður: „MÉR LÍÐUR SVONA – GÓÐÆRI.“
Svona, svona.
Hákon Helgi Leifsson.
(Þessi orð eru rituð til þess að sýna fram hversu galinn pistill