Plata mánaðarins nóvember 2017 er Mr. Fantasy með hljómsveitinni Traffic
Þegar sest er upp í tímavélina og klukkan stillt á árið 1967, flöktir hugurinn að sólríkum dögum í Reykjavík þar sem fólksvagen bjöllur skríða eftir götum bæjarins og fólkið sem röltir upp og niður Laugaveginn í leit að sjálfu sér er ýmist miðaldra, gráleitt að sjá í rykugum frökkum og kápum sem renna saman við umhverfið og allt hverfur í eitt, eða litskrúðugir, glaðlegir unglingar í fötunum frá Karnabæ og kó. Rakarastofum hefur fækkað því bítla strákunum fjölgar og hárið síkkar. Það hnusar í gráa hernum sem sér lúsafaraldur í uppsiglingu eða þaðan af verra og heimur versnandi fer. Tónlistin var kölluð garg en ekkert beit á tímann sem hélt sínu striki inn í framtíðina. Árið 1967 varð vitundarvakning og allt í einu vorum við ekki bara ein í heiminum með okkar rokk og ról, heldur var fullt af tónlist heims um ból sem flæddi í vesturátt frá Indlandi, Austurlöndum nær og fjær, Asíu og Afríku og breytti þessum gráma sem lá yfir öllu í bjartan hlýjan sælureit og þar vildi maður dvelja.
Glugginn
Ég sit og gægist oft út um gluggann
að gamni mínu, út yfir skuggann,
því fólk á förnum vegi,
er fótgangandi að nótt og degi,
er alveg tilvalið að sjá.
Ég sé oft heilar skáldsögur skapast
og skrýtið fólk sem hér um bil tapast
í amstri og umferð dagsins.
Eirðarlaust til sólarlagsins
það arkar strætin til og frá.
Stúlkur og stælgæjar,
standandi upp við bar
og sitthvað fleira má þar sjá.
Góðlegir gamlingar,
glaðlegir unglingar
og fólk sem horfir bara á.
Nei, ég þarf ekki að sitja við sjónvarp.
né sjá í bíói einhvern stríðsgarp.
Ég út um gluggan gægist.
Gerir ekkert þótt þú hlæir,
því þar er ávalt margt að sjá.
Lag: Rúnar Gunnarsson Texti: Þorsteinn Eggertsson
Flutt af: Flowers
Steve Winwood
Undrabarnið Steve Winwood var bara 14 ára (fæddur 1948) þegar hann hóf tónlistarferil sinn fyrir alvöru með hljómsveitinni Spencer Davies Group. Með sína háu tenór rödd blandaða blús og jass, lögðu Spencer Davies Group heiminn að fótum sér árið 1965 með laginu „Keep on Running“.
Spencer Davis Group – (1965) Keep on Running [High Quality Sound, Subtitled] – https://www.youtube.com/watch?v=kamXvqoL_JA
Þessar frábæru viðtökur gerðu Steve litla kleift að láta draum sinn rætast og fjárfesta í Hammond B-3 orgeli. Meðfram veru sinni í Spencer Davies Group tengdist hann Eric Clapton sem þá var með hljómsveit sem hann kallaði „Powerhouse“ og þeir tóku upp nokkur demó fyrir Elektra útgáfuna. Steve vann einnig af kappi fyrir vini sína í Spencer Davies Group og samdi smellina; „Gimme Some Lovin“ og „I´m a Man“ áður en hann hætti með hljómsveitinni.
Steve Winwood – Gimme Some Lovin’ (Letterman Show – 22 july 2010) – https://www.youtube.com/watch?v=TxGc2brzMQM
Traffic
Um svipað leyti kynntist Steve trommuleikaranum Jim Capaldi sem hugsaði líkt og Steve og þeir fóru að djamma saman. Gítarleikarinn Dave Mason bætist í hópinn ásamt fjöllistamanninum Chris Wood og þessir fjórir byrjuðu að spila saman á næturklúbbinum „The Elbow Room“ í Aston í Birmingham. Eftir nokkur kvöld var ákveðið að leigja æfingahúsnæði og byrja að semja nýja tegund af tónlist. Winwood og Capaldi urðu samlokur í laga og textagerð og eiga þeir heiðurinn að flesum lögum Traffic, þar á meðal smellinum „Paper Sun“ sem var fyrsta plata Traffic og kom út í maí 1967.
Traffic – Paper Sun – https://www.youtube.com/watch?v=-cp_3NEWTzU
Svo kom „Hole in My Shoe“ í ágúst 1967.
I looked to the sky
Where an elephant’s eye
Was looking at me
From a bubblegum tree
And all that I knew
The hole in my shoe
Was letting in water (letting in water)
I walked through a field
That just wasn’t real
Where a hundred tin soldiers
Would shoot at my shoulder
And all that I knew
The hole in my shoe
Was letting in water (letting in water)
(I climbed on the back of a giant albatross
Which flew through a crack in the cloud
To a place where happiness reigned all year round
Where music played ever so loudly)
I started to fall
And suddenly woke
And the dew on the grass
It stuck to my coat
And all that I knew
The hole in my shoe
Was letting in water (letting in water)
Written by Dave Mason • Copyright © Universal Music Publishing Group, T.R.O. Inc.
HOLE IN MY SHOE (1967) by Traffic (incredible stereo mix) – https://www.youtube.com/watch?v=a77yHpjdUtU
Lagið Hole in my Shoe lyfti mér á annað plan. Ég var svosem búinn að heyra austrænu áhrifin hjá Kinks, Bítlunum og Stóns en hér kvað við nýjan tón, lagið umvafði mann sælu og allt varð einhvernvegin skýrara og fallegra. Ég kolféll fyrir Traffic og stráknum honum Stewe Winwood.
Jim Capaldi
Trommarinn í Traffic, Jim Capaldi (fæddur 1944-dáinn 2005) var ekki bara góður trommari, hann var líka góður texta og lagahöfundur og átti sem slíkur stóran þátt í mótun Traffic til frægðar og frama.
Dear Mister Fantasy play us a tune
Something to make us all happy
Do anything take us out of this gloom
Sing a song, play guitar
Make it snappy
You are the one who can make us all laugh
But doing that you break out in tears
Please don’t be sad if it was a straight mind you had
We wouldn’t have known you all these years
TRAFFIC Dear Mr Fantasy LIVE AT SANTA MONICA 1972 – https://www.youtube.com/watch?v=pSQ1akE2CcM
Á sama tíma var Capaldi í tengslum við Jimi Hendrix, Eric Clapton, George Harrison, Alvin Lee og Cat Stevens ásamt því að semja lög fyrir aðra listamenn. Lög eins og „Love Will Keep Us Alive“ og „This is Reggae Music“. Sem sóló listamaður var hann líka vel metinn og átti nokkra smelli hér og þar eins og lagið „That´s Love“ og kóverið af „Love Hurts“.
Jim Capaldi – That’s Love – https://www.youtube.com/watch?v=dIAQfa33HXw
Chris Wood
Hann blés í flautu og hann blés í saxófón og hann hét Christopher Gordon Blandford Wood eða „Chris“ eins og hann var nefndur. Fæddur í Quinton í Birmingham árið 1944. Látinn 1983 aðeins 39 ára að aldri. Á unglingsárum tengdist hann bresku nýbylgjunni í jass, blús og rokki og lék með fólki eins og Christine Perfect (seinna Christine McVie), Carl Palmer, Stan Webb og Mike Kellie en árið 1962 gekk hann til liðs við jass/blús sveitina Steve Hadley Quartet. Ásamt því að vera á kafi í tónlist, elskaði hann að mála og teikna og gekk í listaskólann Stourbridge College of Art í Birmingham. Þar gekk honum svo vel að skólastjórnin bauð honum að færa sig um set uppávið og læra málun við hinn virta skóla The Royal Academy of Art. Chris varð upp með sér af viðurkenningunni og settist þar við trönurnar árið 1965.
Feels like Coloured Rain
Tastes like Coloured Rain
Bring on Coloured Rain
Yeah!
Traffic – Coloured Rain – https://www.youtube.com/watch?v=spRJ7FDsujM
Tíminn með hljómsveitinni Traffic varð Chris Wood bæði gefandi og gleðiríkur en sú gleði varð skammvinn því Chris ánétjaðist áfengi og eiturlyfjum sem drógu hann til dauða 1983. Þrátt fyrir mikla hæfileika í tónlist og myndlist sem gæfan rétti honum, valdi hann sjálfseyðingu.
Heaven is in your mind Traffic – https://www.youtube.com/watch?v=qR3qTWZ9zik
Dave Mason
Tónlistarmaðurinn, söngvarinn og tónskáldið Dave Mason er frá Worcester í Bretlandi og rétt nýskriðinn á áttræðisaldurinn. Þetta með aldur er allt í einu orðið afstætt hugtak því þegar ég var ungur þá var fólk um sjötugt farlama gamalmenni, púkalega klædd og hafði allt á hornum sér og sérstaklega nútímann. Nú skiptir aldur engu máli og tónlistarmaður er bara tónlistarmaður. Mason hefur komið víða við á ferlinum og blandað geði við hina og þessa listamenn svo sem; Paul McCartney, George Harrison, the Rolling Stones, Jimi Hendrix, Eric Clapton, Michael Jackson, David Crosby, Graham Nash, Steve Winwood, Fleetwood Mac og Cass Elliot.
Traffic
Dave Mason var einn af stofnendum hljómsveitarinnar Traffic og það má segja að hann hafi komið með pop vinkilinn í Traffic, það er að segja hæfileikann til að semja lög sem ná almennri hylli og verma efstu sæti vinsældarlista. Dæmi um það er hið eiturfína lag „Hole in my shoe“ sem rauk upp vinsældarlistana þegar það kom út og gerði Traffic að alþjóðlegu fyrirbæri. Dave Mason er ekki allra og rekst ekki vel í hópvinnu enda var hann hættur í Traffic áður en fyrsta stóra platan kom út. Hann snéri þó aftur og fór aftur og um samvinnustíl Mason sagði Steve Winwood þetta:
„We all [Winwood, Jim Capaldi and Chris Wood] tended to write together, but Dave would come in with a complete song that he was going to sing and tell us all what he expected us to play. No discussion, like we were his backing group.“
House for Everyone
My bed is made of candy floss, the house is made of cheese
It’s lit by lots of glow-worms; if I’m wrong correct me please.
The village is a pop-up book, the people wooden dolls.
The roads are made of treacle things, it’s time that I moved on.
Chorus:
My home is half a walnut shell, the journey will be long
So I filled the whole with peppermints and creamy pink blanc-mange.
I sailed away for fifteen days, it never once got dark
And came upon two large houses set out in a park.
Verse:
On the door of one was truth, on the other door was lies.
Which one should I enter thru? I really must decide
The door of lies had lots of flowers growing round outside
But looking close I noticed it was crumbling inside
Verse:
The door of truth was very plain, but stood up very strong,
And when I entered thru its door I knew I wasn’t wrong.
Lag og texti – Dave Mason
Söngur – Mason 2:05
Traffic @ The Beeb A House For Everyone – https://www.youtube.com/watch?v=bcX4OEgd_dk
Hlið A
01. „Heaven Is in Your Mind“ – Lag og texti – Jim Capaldi, Steve Winwood, Chris Wood – 4:16
02. „Berkshire Poppies“ – Lag og texti – Capaldi, Winwood, Wood – 2:55
03. „House for Everyone“ – Lag og texti – Dave Mason – 2:05
04. „No Face, No Name, No Number“ – Lag og texti – Capaldi, Winwood – 3:35
05. „Dear Mr. Fantasy“ – Lag og texti – Capaldi, Winwood, Wood – 5:44
06. „Dealer“ – Lag og texti – Capaldi, Winwood – 3:34
Hljóðfæraleikur og söngur:
Jim Capaldi – trommur, slagverk og söngur
Dave Mason – gítar, mellótron, sítar, tambúrínu, harmoníum og slagverk. Einnig á bassa í lögunum „Dear Mr. Fantasy“ og „Dealer“ ásamt söng
Steve Winwood – orgel, gítar, bassa, píanó, slaghörpu, slagverk, söng og útsetningar
Chris Wood – þverflautu, saxófón, orgel, slagverk, söng
Ásamt:
Jimmy Miller sem hristi hristur í laginu „Dear Mr. Fantasy“
Steve Marriott, Ronnie Lane, Ian McLagan og Kenney Jones sáu um bakraddir og slagverk í laginu „Berkshire Poppies“
Mr Fantasy (öll platan) – Traffic 1967 – https://www.youtube.com/watch?v=JPgUMep_pEY
B hlið
06. „Dealer“ – Lag og texti – Capaldi, Winwood – 3:34
07. „Utterly Simple“ – Lag og texti – Mason – 3:16
08. „Coloured Rain“ – Lag og texti – Capaldi, Winwood, Wood – 2:43
09. „Hope I Never Find Me There“ – Lag og texti – Mason – 2:12
10. „Giving to You“ – Lag og texti – Capaldi, Mason, Winwood, Wood – 4:20
Tæknihliðin:
Jimmy Miller stjórnaði upptökum
Eddie Kramer var á tökkunum sem vélamaður
Upptökur fóru fram í Olympic Studios í London frá apríl til og með nóvember 1967
Platan kom út hjá „Island“ útgáfunni 8. desember 1967
Útlit:
Þegar félagarnir í Traffic voru komnir í gírinn að gera stóra plötu, leigðu þeir sér sumarhús (Cottage) í Berkshire héraði sem er vestur af London. Þar dvöldu þeir sumarlangt við að semja og æfa fyrir væntanlega plötu. Traffic var með fyrstu hljómsveitum til að fara þessa leið að dvelja úti í sveit um lengri tíma til að fanga réttu stemminguna sem sveitasælan gaf. Þegar á leið sköpunarferlið og nafn komið á plötuna var farið að pæla í umbúðum. Þar sem Mr. Fantasy var ein af fyrstu plötum „Island“ útgáfunnar var ákveðið að vanda til umslagsins. Í samráði við upptökustjórann Jimmy Miller var ákveðið að skapa stemminu í kofanum góða sem hæfði innihaldinu. Chris Wood sem sá um útlitið, fékk til liðs við sig ljósmyndarann John Benton-Harris og auglýsinga og hönnunarstofuna CCS og þeir sviðsettu uppstillingu. Í forgrunni var Mr. Fantasy sem var skuggaleg vera sem minnti bæði á trúð og stríðsmann. Það var dregið fyrir flesta glugga, kveikt á kertum, kveikt upp í arninum og rauður filter settur á ljósmyndavélina.
Dealer
As the evening sun goes down
The Dealer shuffles into town
Makes a note of what’s a float
And spinning ’round he’ll cut your throat
In the time it takes to heal
The dealer’s made another deal
When he plays he plays for keeps
And sweeps the spinning roulette wheel
Dealer, Dealer
Like the mighty ocean’s roar
He gets all his share and more
Mexican right to the core and very proud
He’ll get even with the score
Leave your wife a weeping widow on the shore
Between the desert and the dove
Money is his only love
Feeling nothing deep inside
His mind is governed by his pride
In a smoky little room
Shadows moving in the gloom
Someone turns a running flush
And breaks the deathly quiet hush
Dealer, Dealer
Lag og texti – Capaldi, Winwood
Söngur – Capaldi, Winwood 334
Traffic – Dealer (1967) – HD 720p. – https://www.youtube.com/watch?v=ZkBNtie5wTg
Sögulegt ár
Árið 1967 er án efa eitt frjóasta ár í tónlistarsögunni og þá sérstaklega rokktónlist eða poppinu eins og samnefnarinn er fyrir tónlist ungu kynslóðarinnar. Popp tónlist (Popular Music) er ávalt kennd við vinsælustu tónlist hvers tíma, hvort sem það er jass, blús, country, rokk eða rapp, svo nokkrir stílar séu nefndir. Vinsælasta tónlistin árið 1967 var margþætt og þá komu fram hljómsveitir sem mörkuðu tímamót á vegferð poppsins til frambúðar. Þar ber fyrst að nefna Bítlana og tímamóta plötu þeirra; Sgt. Peppers Lonley Hearts Club Band og svo koll af kolli The Doors með fyrstu plötu sína sem sló rækilega í gegn og seinna á árinu með meistaraverkið Strange Days. Eftir eilífðarsmellinn A Whiter Shade of Pale kom loks fyrsta plata Procol Harum í september og sú var enginn eftirbátur smáskífunnar frá í maí. Hljómsveitin The Moody Blues lagði línurnar fyrir synfónískt rokk með plötunni Days of Future Past. Frank Zappa lagði áherslu á algjört frelsi og Bee Gees byrjuðu langan og farsælan feril. The Four Tops sátu lengi fastir á fóninum með plötuna Reach Out og samspil þeirra í röddun var hreint afbragð. Þá ber að nefna breska blús/rokk bandið Cream sem stukku fullskapaðir inn í popp heimin með annari plötu sinni Disareli Gears, plötu sem var ekki bara frábær tónlistarlega séð, heldur líka fyrir djarft umslag þar sem andstæðum æpandi litum er blandað í kyrrláta heild. Ég heyrði þá sögu um titillag plötunnar; „Sunshine of Your Love“, að þegar þeir voru við upptökur á plötunni í Atlanta stúdíóinu í New York var mikið sukkað eftir stúdíóvinnu langt fram á nætur. Eina slíka nótt sátu þeir að sumbli á hótelherbergi Clapton og nánast sofnaðir yfir bokkunum að Clapton leit upp og pírði augun á Bruce og sagði; „What time is it?“, Bruce tók í myrkvunartjaldið og kíkti út; „It´s getting near dawn.“ Clapton greip gítarinn og riffið að laginu kom – It´s getting near dawn.