Plata mánaðarins maí 2018 er The Twain Shall Meet með Eric Burdon and the Animals
Þegar ég fermdist á páskum 1964 í Fríkirkjunni hjá séra Þorsteini Björnssyni, vorum við krakkarnir búin að sækja vikulega undirbúningstíma um nokkurt skeið til að læra utan bókar rulluna sem við áttum að þylja í ferminguni og fá smá nasasjón í kristindóminn. Við þurftum líka að æfa okkur að ganga inn kirkjugólfið, stilla okkur upp á réttan stað og vera viðbúin að krjúpa við altarið til að meðtaka heilagt sakramenti. Þegar á reyndi var ég að deyja úr feimni og stressi svo þetta fór allt fyrir ofan garð og neðan hjá mér, blóð Krists var vont og líkami frelsarans bragðlaus og þurr. Mikið var ég feginn þegar þessari píslargöngu lauk og ég gat farið heim og úr þessum hvíta kyrtli sem var um það bil að kyrkja mig. En allt var þetta nokkurs virði, því fyrir seðla frá frændum og frænkum sem mættu í veisluna gat ég loks keypt græjurnar sem mig hafði lengi dreymt um, DUAL steríógræjur af fínustu sort frá Radíóbúðinni á horni Klapparstígs og Hverfisgötu. Þetta var handhæg græja og meðfærileg því hátalararnir voru líka lokið á spilaranum og allt úr tekki nema innvolsið með útvarpi. Plöturnar sem ég átti þá voru reyndar allar í mono en ég vildi fjárfesta í framtíðinni og keypti því steríógræjur.

Mynd KFK: Ertu eitthvað að ybba gogg?
Dýrin ganga laus
Bítlarnir voru uppáhalds hljómsveitin árið 1964 en þar sem ég var grúskari og var stöðugt á höttunum eftir nýjum og spennandi tónlistarmönnum, þræddi ég plötubúðirnar í leit að nýjum goðum. Frá mömmu og pabba fékk ég Transistors radio í fermingargjöf og það var sannkölluð guðsgjöf, því í gegnum þetta litla undratæki gat ég náð erlendum útvarpsstöðvum og þær sem voru hvað skýrastar á öldum ljósvakans þegar náttaði voru svokallaðar sjóræningjstöðvar eins og „Radio Caroline“ og „Radio Luxemburg“.
Þarna heyrði ég í fyrsta sinn í hljómsveit sem hét því hættulega nafni „The Animals“. Hljómsveit sem tók mig heljartökum, snéri upp á líf mitt og gerði mig meðvitaðan. Fyrst var það lagið „The House of the Rising Sun“ með sinn seiðandi, stígandi takt og lagið rauk beint í fyrsta sæti breska vinsældalistans.
There is a house in New Orleans
They call the Rising Sun
And it’s been the ruin of many a poor boy
And God, I know I’m one
My mother was a tailor
She sewed my new blue jeans
My father was a gamblin’ man
Down in New Orleans
Now the only thing a gambler needs
Is a suitcase and trunk
And the only time he’s satisfied
Is when he’s on a drunk
Oh mother, tell your children
Not to do what I have done
Spend your lives in sin and misery
In the House of the Rising Sun
Well, I got one foot on the platform
The other foot on the train
I’m goin’ back to New Orleans
To wear that ball and chain
Well, there is a house in New Orleans
They call the Rising Sun
And it’s been the ruin of many a poor boy
And God, I know I’m one
Lagið er gamalt þjóðlag og til í ýmsum útgáfum, en þessa hér lagaði Alan Price að dýramáli.
Um lagið „House of the Rising Sun“ – https://en.wikipedia.org/wiki/The_House_of_the_Rising_Sun
The Animals – The House of the Rising Sun – https://www.youtube.com/watch?v=0sB3Fjw3Uvc
Svo komu lögin hvert af öðru; „Baby Let Me Take You Home“, „I’m Crying“, „Don’t Let Me Be Misunderstood“, „We Gotta Get out of This Place“ og „It’s My Life“.
The Animals – It’s My Life (Live, 1965) – https://www.youtube.com/watch?v=H3GNKUE-d9c
It’s a hard world to get a break in
All the good things have been taken
But, girl, there are ways to make certain things pay
Though I’m dressed in these rags, I’ll wear sable some day
Hear what I say
I’m gonna ride the serpent
No more time spent sweatin’ rent
Hear my command
I’m breakin’ loose, it ain’t no use
Holdin’ me down
Stick around
But baby (Baby)
Remember (Remember)
It’s my life and I’ll do what I want
It’s my mind and I’ll think what I want
Show me I’m wrong, hurt me sometime
But some day I’ll treat you real fine
There’ll be women and their fortunes
Who just want to mother orphans
Are you gonna cry when I’m squeezin’ the rye?
Takin’ all I can get, no regrets
When I openly lie
And leave only money
Believe me, honey, that money
Can you believe I ain’t no saint
No complaints
So, girl, go out
Hand it out
And baby (Baby)
Remember (Remember)
It’s my life and I’ll do what I want
It’s my mind and I’ll think what I want
Show me I’m wrong, hurt me sometime
But some day I’ll treat you real fine
(It’s my life and I’ll do what I want) Don’t push me
(It’s my mind and I’ll think what I want) It’s my life
(It’s my life and I’ll do what I want) And I can do what I want
(It’s my mind and I’ll think what I want) You can’t tell me
(It’s my life and I’ll do what I want)
Lag: Carl D’Errico
Texti: Roger Atkins

Mynd KFK: Tónleikarnir í Montery í Kaliforníu urðu sögulegir
Vindar breytinga
Íslenskt samfélag árið 1965 var grátt og þumbaralegt, menn voru sko ekkert að flýta sér að meðtaka nýungar og það gilti líka um tónlistina. Lagið „We Gotta Get out of This Place“ sem ég heyrði í Radio Caroline og vildi ólmur fá á plötu, kom ekki (ef hún kom) fyrr en mörgum mánuðum seinna, jafnvel ári eða árum. Nei, hér lá engum á, allt var í föstum skorðum og engin ástæða til að rugga bátnum. Þetta gilti líka um hin hættulegu „Animals“, því fyrsta stóra platan sem ég gat nælt í með The Animals var platan „Winds of Change“ sem kom út 1966. Sú plata markaði enn dýpri spor í vitund mína með lögum eins og; Winds of Change, Poem by the Sea, San Franciskan Night og Good Times sem hinir nýju Animals með Eric Burdon í broddi fylkingar fluttu á fyrstu alþjóðlegu poptónleikunum sem haldnir vou í Monterey í Kaliforníu í júní 1967.
Monterey Pop Festival – https://en.wikipedia.org/wiki/Monterey_Pop_Festival
Þessir tónleikar mörkuðu tímamót í sögu rokk og blús tónlistar því þarna varð Jimi Hendrix að stórveldi, þökk sé Chas Chandler úr Animals sem nú var hættur að kroppa bassann en orðinn umboðsmaður Jimi Hendrix og hann kunni sko sitt fag. Þarna varð Janis Joplin að drottningu blús tónlistar á einum degi fyrir túlkun sína á laginu „Ball and Chain“
Janis Joplin – Ball and Chain á Monterey Pop Festival – https://www.youtube.com/watch?v=5N5Wh7mm_qU

Mynd KFK: Horfðu inn, horfðu út
Nýir heimar
Þegar platan „The Twain Shall Meet“ kom út í apríl 1968, setti hún ný mið yfir aðdáun mína á hljómsveitinni The Animals og söngvaranum Eric Burdon. Hér var eitthvað nýtt á seiði, eitthvað sem hreyfði verulega við mínum þankagangi og stefnu í lífinu. Þetta var plata sem fjallaði um tilfinningar, um skoðanir og stefnur. Hún setti viðmið um afstöðu, lífið er ekki bara rokk og ról, lífið er sköpun, þátttaka og hreyfing. Að taka afstöðu og vera til. Finna í hjarta sér muninn á góðu og illu. Sverja sér uppbyggilegt líf. Vera til. Lögin á plötunni fjalla um þessi hugtök á einn eða annan hátt, um það að heimurinn sé í raun eitt svæði ólíkra tungumála, manna sem hafa í raun sömu tilfinningar og sýn á tilveruna. Lagið „Just the Thought“ er ein af þessum hugsunum.
There’s a staircase in my living room
And it leads to (k)nowhere land
There are flowers growing from my wall
They lend a touching hand
They are flowers that only I can touch
I must turn my back before I rush
To their self-destroying beauty
That only I can touch
I slowly turn, and take a step
I feel a change, that I accept
Is it a game I will regret
As I play I see me winning
And I gain what’s called self pride
And I turn around with a smiling sigh
See a flower that has died
I feel a change, another change
Another game, I will have learnt
There’s a staircase in my living room
And it leads to (k)nowhere land
There are flowers growing from my wall
They need a helping hand
I feel a change, another change
Another game I will have learnt
I slowly turn, and take a step
I feel a change, that I’ll accept
Is it a game, I will regret
Just The Thought – Eric Burdon & The Animals – https://www.youtube.com/watch?v=7myuIGw-AkQ
A – hlið
Lagalisti
01- „Monterey“ (4:18)
02- „Just the Thought“ (3:47)
03- „Closer to the Truth“ (4:31)
04- „No Self Pity“ (4:50)
05- „Orange and Red Beams“ (3:45)11 – „Hot Poop“ – 0:26
Lagið Monterey er tileinkað hinum margrómuðu tónleikum árið áður enda urðu þeir bautasteinn rokkbylgunar miklu sem enn ómar um heimsbyggðina og nálgast óðum sannleikann.
Closer to the Truth
Strong instinct for survival
Romantically insane
Moving soft along the edge of time
Like a panther in the rain
Manipulated rebels
With a total disregard for the rules
When pride comes tumbling off the great white stallion
You move closer to the truth
And the search continues for the meaning
They build the cathedrals high
But we keep our weapons ready
Looming dark against the sky
They’re taking down the rain forest
Changing it to a room without a view
And the big trees fall like dominoes
And we move closer
The eagle watches from the mountain
As the warriors turn into fools
And the dice are thrown on sacred ground
And they move closer to the truth
And who’s gonna tell the children
How the rivers used to flow cystal blue
And we keep leaving scars on Mother Earth
And moving closer to the truth
„Closer To The Truth“ Eric Burdon & The Animals 1968 – https://www.youtube.com/watch?v=_1Q5JTWagaY
Hljómsveitin:
Eric Burdon – söngur (1, 3, 4, 6-8)
John Weider – gítar og fiðla
Vic Briggs – gítarar
Danny McCulloch – bassi og söngur (2, 5)
Barry Jenkins – trommur
Umslagið um plötuna er klippimynd sem vísar í lögin á plötunni en enginn er skrifaður fyrir gerð hennar.

Mynd: Seinni, seinni hliðin
B – hlið
01 – „Sky Pilot“ (7:27)
02 – „We Love You Lil“ (6:48)
03 – „All Is One“ (7:45)
Platan „The Twain Shall Meet“ varð framlag Eric Burdon and the Animals til heimsins um tónleikana í Monterey og ákall um frið. Lögin fjalla um þessa þrá heimsins að upplýsast um tilgang lífsins og þróunar til andlegs lífs. Lagið „Sky Pilot“ sem er mótmælasöngur gegn stríðinu í Vietnam sem þá geysaði, vakti mikla athygli.
Eric Burdon and The Animals – Sky Pilot (1968) HQ – https://www.youtube.com/watch?v=WOs3uIEyHaY
Popskríbent netmiðilsins „Allmusic“, Bruce Edger fjallaði um plötuna og framlag dýranna og sagði meðal annars þetta um lagið „All is One“: „The song „All Is One“ is unique in the history of pop music as a psychedelic piece, mixing bagpipes, sitar, oboes, horns, flutes, and a fairly idiotic lyric, all within the framework of a piece that picks up its tempo like the dance music from Zorba the Greek while mimicking the Spencer Davis Group’s „Gimme Some Lovin““.
Vefmiðillinn Allmusic – https://en.wikipedia.org/wiki/AllMusic
All is One – Eric Burdon & The Animals – https://www.youtube.com/watch?v=Tynp38o_SSA
Öll lögin eru samin og skrifuð af Eric Burdon, Vic Briggs, John Weider, Barry Jenkins, & Danny McCulloch nema lagið „Orange and Red Beams“, sem Danny McCulloch samdi einn.

Mynd KFK: Skólaganga
Uppreisnarseggur
Eric Burdon fæddist í miðri seinni heimsstyrjöldinni árið 1941 í Newcastle upon Tyne, Englandi. Fjölskyldan var titluð lægri verkamannafjölskylda í þessu stéttskipta samfélagi en pabbi Erics var rafvirki og starfaði sem slíkur víða, meðal annars á klúbbum sem sonur hans átti seinna eftir að spila á með dýrunum sínum. Þar sem pabbi Erics var rafvirki, kunni hann á kerfin og þegar Eric var tíu ára birtist pabbi hans einn daginn með forláta sjónvarp og heimur drengsins víkkaði til muna á einu andartaki. Þarna sá hann Louis Armstrong og varð heillaður blúsari. Hann ákvað að verða tónlistarmaður og reyndi ýmis hljóðfæri en ekkert virkaði, þá fattaði hann allt í einu að rödd er hljóðfæri og röddin var þjálfuð og æfð.
Lagið „When I Was Young“ er sjálfsævisögulegt – https://www.youtube.com/watch?v=ur30bn_3G58
Eric átti erfitt í skóla og bóklegt stagl hentaði honum illa. Hugur hans stóð til hönnunar og lista sem var ekki í boði fyrir dreng í hans stöðu. Hann varð því uppreisnargjarn og gerði ýmsa hluti til að ögra umhverfinu, fór að reykja tíu ára og drekka bjór. Unglingsárin virtust ætla að verða eins en í menntaskóla (secondary school) fær hann kennara sem sér í pilti hæfileika og kemur honum í listaskóla. Þar kynnist hann John Steel og fleiri ungum uppreisnarseggjum sem stunda næturlífið, drekka bjór, hlusta á jazz og fara í bíó.
„Við vorum eins og mótorhjólagengi án mótorhjóla“, sagði Eric í viðtali, „drukkum stíft, klæddumst leðri og þóttumst eiga heiminn“. Staðurinn sem þau sóttu mest nefndist „Downbeat“ og þar kynntist Eric nýrri tónlist og tónlistarmönnum, meðal annars Jimi Hendrix sem kom þar oft og jammaði. Þeir urðu góðir vinir og sá vinskapur entist út yfir gröf og dauða. Annar vinur Eric sem líka er horfinn yfir móðuna miklu var John Lennon sem nefndi Eric „the eggman“ eftir skrautlegt partí.
„I was up early one morning cooking breakfast, naked except for my socks, and she (Jamaican girlfriend called Sylvia) slid up beside me and slipped an amyl nitrite capsule under my nose. As the fumes set my brain alight and I slid to the kitchen floor, she reached to the counter and grabbed an egg, which she cracked into the pit of my belly. The white and yellow of the egg ran down my naked front and Sylvia began to show me one Jamaican trick after another. I shared the story with John at a party at a Mayfair flat one night with a handful of others. Lennon, finding the story amusing and hilarious, replied, “Go on, go get it, Eggman,”

Mynd KFK: Sjálfskoðun
No Self Pity
Electric light shines bright
But against the sun it is dim
Jet airplanes sure travel fast
But how fast is the speed of light?
And no matter how low you are
There is always somebody lower
And no matter how slow you are
There is always somebody slower
Modern day structures are fantastic
But have you seen a butterfly’s wings?
Man has created symphony
But have you heard a blackbird sing?
And no matter how dumb you are
There is always somebody dumber
And no matter how fine you are
There is always somebody finer
I am blind, I am blind
But I see behind my eyes
Man can make sweet red wine
But have you tasted a mountain stream
Hollywood has created movies
But listen to the color of your dreams
And no matter how ugly you are
There is no such thing as ugly
And no matter how bad you are
There is always someone to forgive you
And no matter how fine you are
There is always somebody finer
And no matter how low you are
There is always somebody lower
And no matter how fast you are
There is always somebody faster
Faster, faster, faster, faster, faster, faster, and faster, and faster
And slower, and lower, and finer, and finer, and slower, and faster, and lower
Eric Burdon And The Animals-No Self Pity (1968) HD – https://www.youtube.com/watch?v=1blxQ30AFUM