Kvikmyndastiklan sem Donald Trump sýndi Kim Jong Un í upphafi fundar
„Hvað mun hann velja? Að sýna framsýni og leiðtogahæfileika? Eða ekki?“
Veltur kjarnorkufriður á viðtöku myndbandsins?
Á blaðamannafundi á þriðjudag deildi Donald Trump með umheiminum myndbandi sem hann sýndi Kim Jong Un í upphafi fundar þeirra í Singapúr. Myndbandið er, eins og komið hefur fram í erlendum miðlum, samsett eins og stikla fyrir kvikmynd.
Undir myndefni úr safni, af mannlífi, hernaðarmætti, iðnaðarmætti og leiðtogunum tveimur —ásamt körfuboltatroðslu, hestum á hlaupum yfir vatn og Sylvester Stallone— les karlmannsrödd eftirfarandi texta, í snöggri þýðingu:
„Sjö milljón manns byggja nú jörðina. Af þeim sem nú lifa mun aðeins lítill fjöldi hafa varanleg áhrif. Og afar fáir munu taka ákvarðanir eða grípa til aðgerða sem endurnýja heimalönd þeirra og breyta gangi sögunnar.
Sagan virðist sig ef til vill endurtaka sig gegnum kynslóðirnar. Í hringi sem virðist ljúka. Komið hafa tímabil tiltölulegs friðar og tímabil mikillar spennu.
„Á meðan hringurinn endurtekur sig hefur ljós velsældar og nýsköpunar logað skært víðast í heiminum.“Á meðan hringurinn endurtekur sig hefur ljós velsældar og nýsköpunar logað skært víðast í heiminum.
Sagan er alltaf í þróun og sá tími kemur þegar aðeins fáir eru útvaldir til að skipta sköpum. Spurningin er: Hvaða máli geta þessir fáu skipt? Fortíðin þarf ekki að vera framtíðin. Úr myrkrinu getur borist ljós. Og ljós vonar getur logað skært.
Hvað ef þjóð sem deilir sameiginlegri og ríkri arfleifð getur fundið sameiginlega framtíð? Saga hennar er vel þekkt. En hvert verður framhaldið?
Örlagamyndir kynna sögu af tækifæri. Nýja sögu. Af nýju upphafi. Sögu af friði. Tveimur mönnum, tveimur leiðtogum, einum örlögum.
Sögu um sérstakt andartak þegar maður stendur frammi fyrir tækifæri sem mun ef til vill aldrei endurtaka sig. Hvað mun hann velja? Að sýna framsýni og leiðtogahæfileika? Eða ekki?
Aðeins tvær niðurstöður eru mögulegar: að stíga aftur á bak. Eða stíga fram á við.
„Aðeins tvær niðurstöður eru mögulegar: að stíga aftur á bak. Eða stíga fram á við.“Nýr heimur getur hafist í dag, heimur vináttu, virðingar og velvilja. Vertu hluti af þeim heimi, þar sem dyr tækifæranna bíða þess að opnast. Fjárfestingar víða að úr heiminum, læknisfræðileg afrek, gnægð auðlinda, nýsköpun í tækni og nýjar uppgötvanir.
Hvað ef? Getur sagan breyst? Mun heimurinn fagna þessari breytingu? Og hvenær mun þetta sögulega andartak hefjast?
Það veltur á ákvörðun, á þessum degi, á þessum tíma, á þessari stund. Heimurinn mun fylgjast með, bíða, vona. Mun þessi leiðtogi velja skref fram á við fyrir land sitt og verða hluti af nýjum heimi? Vera hetja þjóðar sinnar?
Mun hann heilsa friðnum með handabandi og njóta velsældar sem hann hefur aldrei áður kynnst? Frábært líf eða einangrun? Hvora leiðina velur hann?
Donald Trump, forseti og Kim Jong Un, formaður, á fundi til að móta söguna á ný. Til að ljóma í sólinni. Eina stund. Eitt val.
Hvað ef? Framtíðin er óskrifuð enn.“