Kerling inn við beinið 10. þáttur – Matarsódi er góður til handsprengjugerðar
Svona býrðu til hjónabandssælu
Kaka fyrir konur sem vilja ekki láta nafns síns getið
Birt 06 nóv 2018
Heimilið
Hjónabandssæla er eitt af því fáa sem hefur haldið þjóðinni saman, ásamt náttúrlega kleinunum og pönnukökum. Ef ekki væri fyrir þessar einföldu sætindi myndi ríkja hér óöld og eilíf sundrung.
Hjónabandssæla er afar einföld í bakstri og hráefnið sem til þarf er 300 gr stofuheitt smjör, 2 bollar hafrar, 2 bollar hveiti, 1 bolli sykur, teskeið af matarsóda og eitt egg. Það má setja út í deigið ef vill vanilludropa eða sáldra ofurlítið af kanel saman við.
Auglýsing
Best finnst mér að nota rabbarbarasultu í kökuna en það má alveg nota aðrar sultur. Á heilsuhælinu í Hveragerði fer sögum af sultu úr döðlum og rabbarbara sem er víst svo góð að fólk gerir sér upp kvilla bara til að komast í innlögn.
En hér er kennslumyndbandið: