Sýning opnar í dag, 21. desember
Tillögur um viðbyggingu Stjórnarráðshúss kynntar í Safnahúsinu
Síðustu forvöð að taka þátt í afmælisdagskrá konungsveldisins
Birt 21 des 2018
Viðburðir
Jæja. Forseta Alþingis lánaðist að drekkja hátíðarfundi þingsins á Þingvöllum í Piu Kjærsgaard og Klausturverjar stólu senunni þann 1. desember, en ekki er öll nótt úti enn á afmælisári konungsríkisins Íslands:
Í dag, 21. desember, opnar sýning sem stendur í tíu daga, eða fram á gamlársdag, í Safnahúsinu við Hverfisgötu, þar sem kynntar verða niðurstöður samkeppni um hönnun viðbyggingar við Stjórnarráðshúsið og skipulag Stjórnarráðsreits. Þetta kemur fram á vefsíðu opinberrar hátíðardagskrár ársins.
30 tillögur bárust í samkeppni um hönnun viðbyggingar, átta tillögur um skipulag Stjórnarráðsreits. Allar tillögurnar verða sýndar í Safnahúsinu, ásamt niðurstöðum dómnefndar.
Merki: 1918 • arkitektúr • borgarskipulag • Fullveldi • konungsríkið Ísland • Stjórnarráðið • stjórnarráðshúsið