Í kjölfar viðtals við JBH:
Aldís Schram óskar eftir viðtali í Silfrinu
„Vill ekki einhver ykkar vera svo vænn að spyrja silfureigendurna“
Birt 05 feb 2019
Frétt
Aldís Schram leitaði eftir því á Facebook, aðfaranótt þriðjudags, að fá sambærilegan vettvang og Jón Baldvin Hannibalsson til að greina frá sinni hlið vegna ásakana hennar og fjölda annarra kvenna í garð Jóns, um framferði hans og hugsanleg kynferðisbrot frá árinu 1962 til 2018. Silfrið, pólitískur viðtalsþáttur RÚV, flutti sl. sunnudag viðtal við Jón Baldvin um þær ásakanir.
„Vill ekki einhver ykkar vera svo vænn að spyrja silfureigendurna, Egil og Fanney, hvort þau ætli ekki og að veita mér „drottningarviðtal?““ spurði Aldís í færslunni.
Merki: Jón Baldvin Hannibalsson