Plata mánaðarins apríl 2019
TIME – ELO
Kristján Frímann skrifar um hljómplötur
Í gegnum tíðina hef ég spáð í nokkur hugtök sem á vissan hátt eru kjarni minn og tilvistar. Þessi hugtök eru draumar, líf á öðrum hnöttum, sál, vitund, dulvitund, tími og minni. Eftir því sem árunum fjölgar sem ég sting í skúffu tímans verður minnið smám saman gisnara og gloppóttara en það var áður. Skammtímaminnið dettur stundum út og ef ég er stressaður man ég engin nöfn. Þetta pirrar mig og ég reyni því af fremsta megni að láta hvorki hluti né fólk stressa mig, heldur anda rólega, hugsa út fyrir kassann og einbeita mér að skammtímaminninu: „Ég man hvar ég lét lyklana, ég man“ og hugsa stíft um hvar ég lagði lyklana og allt í einu sé ég lyklana fyrir mér. Ég er sem sagt ekki að missa minnið þó stress nútímans taki sinn toll. Þá fer ég að pæla í því hvers vegna ákveðin tímabil æfinar eru ljóslifandi í minninu og vinur minn sem er á sama reki og ég upplifir nákvæmlega þetta sama. Það finnst mér skrýtið og því langar mig að skilja minnið, hvað það er, hvort það sé meðvitað og hvað dulið, hvað ómeðvitað og hvað sé yfir höfuð í gangi í þessari tilveru sem kallast vitund og hugur. Því tek ég mig til þegar tækifærin bjóðast og fer í meðvitaðar minnisferðir til ákveðinna tímaskeiða til að sjá og reyna að skilja hvað gangi á.

Mynd KFK – NN – Milli svefns og vöku
Birtuskil
Þegar ég var að viða að mér efni í grein um hljómsveitina Egó, helltist árið 1982 yfir mig og mér leið allt í einu eins og ég hefði hrokkið til í tíma, allt var svo skýrt í huga mér og allt að gerast þar og þá, þó ég væri hér og nú. Ég sá sjálfan mig ganga upp Skólavörðustíginn með poka í hönd, það er júlí mánuður, sól og blíða. Samt er frekar fátt fólk á ferli og kaffi Mokka hálf tómt svo ég sleppi því að kíkja inn. Áfram upp stíginn að Bjarnarstíg og inn götuna að svörtu steinhúsi sem ég dvaldi í um tíma árið 1982. Opna útidyrnar og geng upp stigann. Lyktin er alveg eins og þá, svona kalkblönduð hreinlætislykt sem ilmaði vel. Vinkona mín sem átti íbúðina var í leyfi fyrir austan og ábúandinn á neðri hæðinni var á sjó.
Ég hellti uppá kaffi í expressó könnu, alveg eins og þá og tók upp plötuna sem ég keypti stuttu áður í Fálkanum á Laugavegi 24 og setti á fóninn.
„Just on the border of your waking mind
There lies another time
Where darkness and light are one
And as you tread the halls of sanity
You feel so glad to be, unable to go beyond
I have a message from another time“
Inngangur – Prologue – https://www.youtube.com/watch?v=VAoYZqpqtFs
Þarna upplifði ég nákvæmlega sama hlutinn aftur, byrjunina á plötunni Time með ELO (Electric Light Orchestra) og þessi magnaða byrjun leiddi mig inn í tíma sem tónlistarmaðurinn Jeff Lynne hafði skapað.
Twilight
Electric Light Orchestra
Produced by Jeff Lynne
Album Time
The visions dancing in my mind
The early dawn, the shades of time
Twilight crawling through my windowpane
Am I awake or do I dream
The strangest pictures I have seen
Night is day and twilight’s gone away
With your head held high
And your scarlet lies
You came down to me
From the open skies
It’s either real or it’s a dream
There’s nothing that is in between
Twilight, I only meant to stay awhile
Twilight, I’ll give you time to
Steal my mind away from me
Across the night I saw your face
You disappeared without a trace
You brought me here
But can you take me back
In sight, the image of your light
That now is day and once was night
You lead me here and then you go away
It’s either real or it’s a dream
There’s nothing that is in between
Twilight
Twilight, I’ll give you time to
Steal my mind away from me
Your brought me here
But can you take me back again
With your head held high
And your scarlet lies
You came down to me
From the open skies
It’s either real or it’s a dream
There’s nothing that is in between
Twilight, I only meant to stay awhile
Twilight, I’ll give you time to
Steal my mind
Twilight, I only meant to stay awhile
Twilight, I only meant to stay awhile
Twilight, twilight, twilight, twilight…
(?)
Birtuskil – Twilight – https://www.youtube.com/watch?v=pJQyGbv0oZ8

Mynd KFK – NN – Hljómsveitin 1982
Electric Light Orchestra
Hljómsveitin ELO er í raun bara einn maður; Jeff Lynne. Öll lögin, allir textar, allar útsetningar og hvernig heila klabbið er upphugsað og útfært er verk Jeff Lynne. Hann hefur samt að sjálfsögðu aðstoðarmenn eins og í þessu tilfelli Kelly Groucutt á bassa, Richard Tandy á píanó og Bev Bevan á trommur og þeir unnu með honum plötuna „Time“ sem kom út 1981.
Hver er svo þessi einhami maður Jeff Lynne? Hann kom, að ég best veit, fyrst fram af alvöru með hinni margfrægu bresku hljómsveit The Move sem Roy Wood stofnaði og stýrði einarðlega frá 1965 til 1972. Hljómsveitin dældi út lögum sem urðu vinsæl, lögum eins og Flowers in the Rain, Fire Brigade, Blackberry Way og Night of Fear. Þá vissi ég ekki að árin 1970 til 1972 var Jeff Lynne meðlimur Move og hann kom The Move á kortið vestanhafs. Tilgangur Jeff Lynne með þátttöku í The Move var aðeins einn, að stofna eigin hljómsveit, og hvað var betra en að samlagast frægri hljómsveit og breyta henni smám saman í sína eigin. Þá losnaði Jeff við allt bramboltið og puðið við að koma sér á framfæri í hörðum heimi tónlistar þar sem allt gat gerst, þú yrðir þekktur eftir tíu ár eða gleymdur öllum innan árs.
Snilldarbragð Jeff Lynne heppnaðist fullkomlega, hann kom með mörg flott lög á síðustu tvær plötur The Move, ásamt því að sveigja tónlist The Move með tilstuðlan Roy Wood og Bev Bevan í átt að rokk bræðingi með klassísku ívafi sem endaði með hljómsveitinni Electric Light Orchestra. Þessari umbreytingu á einni af vinsælli hljómsveitum Bretlands, má líkja við það sem gerist þegar lirfa fiðrildis breytist úr ósjálegum ormi í fagurt fiðrildi. Nú var akurinn plægður fyrir Jeff Lynne sem réðst strax í plötuútgáfu og rétt fyrir jólin 1971 kom fyrsta ELO platan út og hét einfaldlega „Electric Light Orchestra“. Platan fékk ágætar viðtökur í Bretlandi og seldist vel. Stuttu eftir útkomu plötunnar hætti Roy Wood en geimskipið ELO tók flugið.

Mynd KFK – NN – Á mörkum svefns og vöku
Karlinn í tunglinu
Eftir nokkra bolla af kolsvörtu kaffi og fyrstu hlustun á plötuna „Time“, tók ég hana af fóninum, setti í plötupokann og las svo textana á nærhaldinu eða rýndi textana sem voru ill læsilegir vegna mjög svo truflandi grátóna myndar undir hvítu letrinu. Mikið svakalega er þetta annars flott plata hugsaði ég og setti hana aftur á fóninn. Ekki bara flott heldur líka innihaldsrík í textum (allavega fyrir mig) þar sem framtíðin er tekin fyrir, framtíð sem er enn ókomin en samt svo nærri og hér er hugsað af hlýhug til níunda áratugar síðustu aldar þegar tíminn var blátt áfram, lífið einfalt og gott.
Ticket to the Moon
Electric Light Orchestra
Produced by Jeff Lynne
Album Time
Remember the good old 1980s?
When things were so uncomplicated?
I wish I could go back there again
And everything could be the same
I’ve got a ticket to the moon
I’ll be leaving here any day soon
Yeah, I’ve got a ticket to the moon
But I’d rather see the sunrise in your eyes
Got a ticket to the moon
I’ll be rising high above the earth so soon
And the tears I cry might turn into the rain
That gently falls upon your window
You’ll never know
Ticket to the moon (ticket to the moon)
Ticket to the moon (ticket to the moon)
Ticket to the moon (ticket to the moon)
Fly, fly through a troubled sky
Up to a new world shining bright, oh, oh
Flying high above
Soaring madly through the mysteries that come
Wondering sadly if the ways that led me here
Could turn around and I would see you there
Standing there (and I would see you there, waiting…)
Ticket to the moon
Flight leaves here today from Satellite Two
As the minutes go by, what should I do?
I paid the fare, what more can I say?
It’s just one way (only one way)…
Ticket to the moon (ticket to the moon)
Ticket to the moon (ticket to the moon)
Ticket to the moon (ticket to the moon)
Ticket to the Moon – https://www.youtube.com/watch?v=NDemXir2N4E

Mynd KFK – NN – Jet Records gaf út
A – hliðin
Þegar rennt er yfir lagalistann er ekki eitt lag sem mætti missa sín. Heldur byrjar platan snilldar vel og verður svo bara betri og betri og betri. Árið 1982 tók þessi fjórða plata ELO mig föstum tökum og í dag árið 2019 er hún bara betri ef eitthvað er.
01. Prologue – 1:15
02. Twilight – 3:35
03. Yours Truly, 2095 – 3:15
04. Ticket to the Moon – 4:06
05. The Way Life’s Meant to Be – 4:36
06. Another Heart Breaks – 3:46
Og tíminn líður, og tíminn styttist í „Yours Truly, 2095“ þegar þessi tími kemur:
I realize that it must seem so strange
That time has rearranged
But time has the final word
She knows I think of you, she reads my mind
She tries to be unkind
She knows nothing of our world
Although her memory banks overflow
No one would ever know
For all she says: is that what you want?
Maybe one day I’ll feel her cold embrace
And kiss her interface
Til then, I’ll leave her alone
I love you, sincerely
Yours truly, yours truly…
Is that what you want?
Yours Truly – https://www.youtube.com/watch?v=OKnMdz_qg9s

Mynd KFK – NN – Jet Records gaf inn
B – hliðin
Á hinni hlið tímans rignir eins og í kvikmyndum um framtíðina, myndum eins og Blade Runner frá 1982 og Blade Runner 2049 sem var gerð frá árið 2017.
1. Rain Is Falling – 3:54
2. From the End of the World – 3:16
3. The Lights Go Down – 3:31
4. Here Is the News – 3:49
5. 21st Century Man – 4:00
6. Hold On Tight – 3:05
7. Epilogue – 1:30
Looking from this window
A thousand rivers running past my door
Standing on an island
Looking for someone upon the shore
I can see it very clearly, nothing’s really changed
Then lightning strikes across an empty sky
CHORUS:
Ooh, the rain is falling
Ooh, the rain is falling
Ooh, the rain is falling
Will it wash away those lonely tears?
(It’s raining, it’s pouring, the old man is snoring)
With their brand new time transporter
They’ll think maybe I fought to get away
But with all their great inventions
And all their good intentions, here I stay
Down on the corner where the sun had shone
The people gathered round
Then scattered as the raindrops hit the ground
The Rain is Falling – https://www.youtube.com/watch?v=seSOFgDK6U0
Hljómsveitin ELO
Jeff Lynne – Aðalrödd og bakraddir, raf og kassagítara, píanó, synthesizers, vocoder, framleiðandi.
Bev Bevan – Trommur og annar ásláttur.
Richard Tandy – Píanó og raf píanó, synthesizers, vocoder, gítara.
Kelly Groucutt – Bassi, bakraddir.
Annað starfslið
Bill Bottrell – Upptaka.
Mack – Upptaka.
Rainer Pietsch sá um strengja útsetningar.
Umslagið gerði – Guy Fery.

Mynd KFK – NN – Hvers á hún að gjalda?
Hvað höfum við gert!?
Living Thing – https://www.youtube.com/watch?v=Jc4g7JsbjlI

Mynd KFK – NN – Á tónleikum 2018 –
Jeff Lynne og tíminn
Með einar þrjátíu plötur að baki, ótal smáskífur og fjölda risavaxinna tónleika er Jeff Lynne enn að og kominn vel á veg inn í 21stu öldina.
[Intro] A penny in your pocketSuitcase in your hand
They won’t get you very far
Now you’re a 21st century man [Verse: I] Fly across the city
Rise above the land
You can do ‘most anything
Now you’re a 21st century man [Chorus] Though you ride on the wheels of tomorrow (tomorrow)
You still wander the fields of your sorrow
What will it bring? [Verse: II] One day you’re a hero
Next day you’re a clown
There’s nothing that is in between
Now you’re a 21st century man
You should be so happy
You should be so glad
So why are you so lonely
You 21st century man?
Believing everything was gone
Return with what you’ve learned
They’ll kiss the ground you walk upon
Things ain’t how you thought they were
Nothing have you planned
So pick up your penny and your suitcase
You’re not a 21st century man
You still wander the fields of your sorrow (sorrow)
Tomorrow, 21st century man [Coda] 21st century man
21st century man…
21st Century Man – https://www.youtube.com/watch?v=xZFmyHStUhU
Og í dag
Mr Blue Sky – The Story of Jeff Lynne & ELO – Heimildamynd
– https://vimeo.com/215436485

Mynd KFK – NN – Á ferð og flugi
Geimfarið
Skipstjórinn á geimskipinu ELO hefur flogið því úr fortíð til framtíðar og komið víða við á leiðinni í ókomnum tíma. Hann hefur meðal annars stjórnað upptökum á plötum margra listamanna og tengst þannig ýmsum góðlyndum jarðarbúum eins og Bítlinum George Harrison. Þau viðkynni leiddu af sér margar gleðistundir og af því það var svona gaman, datt þeim í hug að stofna hljómsveit en það yrði að vera gert á lágum nótum svo þeir nefndu sig Otis Wilbury og Clayton Wilbury þegar verkefnið fór í gang. Þeir voru báðir sammála um að einn af þeirra uppáhalds listamönnum, hann Roy Orbison sem hafði yfirgefið sviðsljósið um sinn, yrði að vera með. Roy var ekkert æstur þegar þeir hringdu en hvað gerir maður ekki fyrir vini sína og aðdáendur og hann sló til. Þá voru það mennirnir sem þétt gætu hljómsveitina, hvar voru þeir? Höfuð voru lögð í bleyti og pælt í nöfnum og loks slegið til og hringt í Tom Petty og Bob Dylan, hvort þeir væru ekki til í smá leik. Þeir voru náttúrlega að deyja úr leiðindum og öll viðleytni til að koma þeim í gang var vel þegin. Úr þessum símaleik varð stofnun ofurhljómsveitarinnar Traveling Wilburys til. Hljómsveitin sú varð heimsfræg á augabragði fyrir sandkenndan þurran stíl sem dróg til sín regnið og gerði þessa hljómsveit eina þá áheyrilegustu árið 1988.